Lítil spurning sem skiptir svo miklu máli!

Góðan dag,

 

Ég og kærastinn minn erum að reyna að verða ólétt.
áður en við kinntumst fékk ég klamedíu og var með lykkjuna uppi, fékk lyf og hélt að allt væri í góðu.
ári eftir að við byrjuðum samann fékk hann enkenni um klamedíu og við fórum bæði á kúrsinn.

hversu miklar líkur er að ég sé ófrjó?
verið með klamedíu í mögulega ár og með lykkjuna allan tíman.

ég vona innilega að heira frá ykkur.

takk fyrir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Klamydía er ein algengasta ástæða ófrjósemi ungra kvenna, hún getur valdið ófrjósemi hjá konum vegna bólgu í eggjaleiðurum sem síðan geta lokast. Vegna þessarar hættu er mikilvægt að meðhöndla sjúkdóminn tímanlega.

Þar sem þú varst með sjúkdóminn í talsverðan tíma myndi ég ráðleggja þér að panta þér tíma í skoðun hjá kvensjúkdómalækni.  Hann myndi þá meta hvort þörf sé á einhverjum frekari rannsóknum eða inngripum.

Gangi þér vel