Litaður saur

Hvað getur það verið þegar saur er mosagrænn á litinn??

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ef um er að ræða ungabarn þá er mosagrænn litur  algengur og yfirleitt ekkert til þess að hafa áhyggjur af, sérstaklega ef barnið er að nota þurrmjólk. Grænar, þunnar, endurteknar og illa lyktandi hægðir geta verið merki um sýkingu. Ef barnið er hraust, þyngist vel og hefur reglulega hægðir þarf ekki að hafa áhyggjur þó grænu hægðirnar komi öðru hverju.

Hjá fullorðnum er algengast að liturinn stafi af einhverju sem viðkomandi borðaði en einnig getur verið um að ræða mikið af galli í hægðum (gallið kemur frá gallblöðrunni og aðstoðar við meltingu á fæðu). Þetta gerist einna helst þegar viðkomandi hefur borðað lítið þannigaða hlutfall af galli í hægðunum er óvenjumikið t.d. eftir magapest. Ef ekkert af þessu á við og/eða þetta lagast ekki af sjálfu sér á 2-3 dögum er sjálfsagt að ráðfæra sig við lækni.