Líkur á getnaði

hverjar eru líkurnar á getnaði fyrir blæðingar og hvenær byrjar egglos ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Oftast er frjósemin mest um miðjan tíðarhringinn eða í kringum þann tíma sem egglos verður sem er ca 14 dögum eftir fyrsta dag síðustu blæðinga ef tíðarhringurinn er reglulegur með blæðingum á 28 daga fresti. Ef tíðarhringurinn þinn er lengri er mögulegt að egglos verði seinna og það getur verið erfitt að segja til um hvenær egglos verður ef blæðingar eru óreglulegar. Líkurnar á getnaði við samfarir stuttu áður en blæðingar hefjast eru því frekar litlar.

Gangi þér vel