Lifrin

Góðan daginn.

Mig langar að athuga hvort þið getið bent mér hvernig ég á að snúa mér í sambandi við niðurstöður úr lifraprófum. Ég hef verið að fara í blóðprufur síðan í nóvember út af lifrinni og fékk loksins tölur ( sem segja mér voða lítið) núna á þriðjudaginn en engin svör hvað væri rétt að gera næst. Ég sendi ykkur þessar tölur hér ásamt heitunum á þeim ( er ekki alveg viss með fyrsta orðið hvort síðasti stafurinn sé réttur)
Þessar rölur hafa verið nokkuð jafnar frá því í nóvember og núna fram í apríl.

ALP(T ?) = 181
Gamma GT = 377
Alat = 55

Ég held að þetta sé allt skrifað svona.
Vona að þið getið bent mér á hvað væri næstu skref hjá mér.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Yfirleitt eru blóðprufuniðurstöður feitletraðar og stjörnumerktar ef eru utan viðmiðunarmarka og hægt að sjá viðmiðunargildi fyrir aftan. 

Viðmiðunarmörk úr lifrarprufum eru sem hér segir: ALP (44-147) , GammaGT (9-80), ALAT (10-70)

Best væri fyrir þig að heyra í þínum lækni og fá upplýsingar um hvað þessar niðurstöður þýða fyrir þig og hvert frammhaldið sé hjá þér.

Gangi þér vel.

kv Karen