Lifrarbólga A

Mikið var talað um það í fréttum nú fyrir 2-3 árum að innflutt frosin ber sem seld eru í verslunum í massavís gætu innihaldið vírus sem veldur lifrarbólgu A.
Einnig kom fram í fréttaskýringum að mælt væri með að fólk drægi verulega úr neyslu frosinna berja og að það væri best að sjóða þau í eina mínútu áður en þeirra væri neytt til þess að drepa vírusinn.
Ég tók þessum fréttum aldrei alvarlega þar sem mér fannst þetta svo einkennilegt. Hinsvegar hef ég nýlega farið að pæla í þessu aftur vegna þess að með breyttu mataræði er ég farinn að neyta frosinna berja daglega.
Mín spurning er því einfaldlega, get ég haldið því áfram að borða frosin ber, daglega, án þess að hafa áhyggjur af því að smitast af lifrarbólgu A? Mig langar helst ekki til þess að sjóða þau áður en ég borða því það er ekki lystugt að mínu mati.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég vísa í frétt frá landlæknisembættinu sem lesa má hér og gagnast þér vonandi.

Gangi þér vel