Lerkanidipin 10mg

Góðan dag.
Mig langar að vita hvort þetta lyf hefur aukaverkanir.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Allflest lyf hafa einhverjar aukaverkanir og er þeim skipt upp eftir því hversu algengar þær eru.

Upplýsingar um þetta lyf og aukaverkanir þess má finna í fylgiseðlinum sem fylgir lyfinu. Þú getur lesið hann hér.

Þar má m.a. sjá að aukaverkanir sem 1 af hverjum 100 sem taka lyfið geta hugsanlega fundið fyrir höfuðverk, svima, hraðari hjartslætti, áberandi hjartslætti, andlitsroða (skammvinnur
roði á andliti og hálsi) og þrútnum ökklum.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur.