Leggjalenging

Sæl/l. Ég er ákaflega lágvaxin en var aldrei boðið nein hormónameðferð i uppvexti. Nú þegar eg er hætt að stækka hefur þetta orðið að miklu óöryggisatriði. Ég hef lesið mer mikið til og þekki alla áhættuþætti slíkrar aðgerðar en hun virðist ekki vera framkvæmd hérlendis. Eg hef prófað heilsugæsluna sem og bæklunarskurðlækna en enginn hefur haft það a hreinu. Spurningin min er einfaldlega hvar eg gæti fengið viðtalstíma. Með fyrirfram þökk.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg þér að leita aftur til bæklunarlæknis með þetta mál en þeir eru margir starfandi í Orkuhúsinu.  Þeir eiga að hafa upplýsingar um hvar slíkar aðgerðir eru framkvæmdar og hvaða skilyrði eru sett fyrir slíkar aðgerðir.  Síðast vissi ég af slíkum aðgerðum í háskólasjúkrahúsinu í Lundi, Svíþjóð.

 

Gangi þér vel.