Leaking gut syndrome?

Hæhæ

Ég er ein af þeim sem hef verið of þung síðan ég man eftir mér, ég varð 4 ára greind með astma. ofnæmi og fleira og fleira. Búin að fara á hin ýmsu sýklalyf er núna komin með bakflæði ofan í allt saman, búin að þyngjast helling, hormónarugl á mér og svona ýmislegt sem ég gæti talið til.

Ég fékk þá spurningu frá næringarfræðingi í dag hvort ég vissi hvað leaking gut syndrome væri og hann ráðlagði mér að leita til læknis með það. Nú er svo komið að ég nenni ekki lengur til læknis, mér verður bara sagt að reyna létta mig og ég er búin að reyna létta mig síðan ég man eftir mér fyrst! Ég er komin með alveg nóg og er farin að glíma við hin ýmsu andlegu vandamál líka. Nú langar mig að spyrja ykkur hvað leaking gut syndrom þýðir á íslensku og hvernig ég læt greina mig?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég finn ekkert á íslensku um Leaky gut syndrome en fann mjög góða umfjöllun á ensku hér

Læknar eru almennt ekki sammála að um eiginlegan sjúkdóm sé að ræða og þannig er enginn læknisfræðileg greinnig til.

Ræddu betur við næringarfræðinginn og fáðu nánari upplýsingar frá honum/henni.

Gangi þér vel