Latur skjaldkirtill?

Spurning:

43 ára – kona

Komið þið sæl.  Mig langar að vita hvort einhver getur svarað mér.  Ég er 43 ára, með latan skjaldkirtil og hætt á blæðingum.  Ég hef fitnað mjög mikið en hreyfi mig allavega einn til tvo klukkutíma á dag og og passa mataræðið eins og ég get.  Ég svitna mjög mikið.  Ég er búin að prófa hormónaplástur, var á honum í u.þ.b. fimm vikur, fitnaði um fimm kíló og fer bara upp á við og er langt yfir þyngdarmörkum mínum. Ég er margoft búin að fara til læknis en þeir virðast ekki geta svarað mér og er þetta farið að fara all verulega á sálina á mér.  Einnig fylgir þessu bjúgur. Vonandi getur einhver leiðbeint mér.

Takk fyrir

p.s ég er á lyfjum við skjaldkirtli

Svar:
Það er ekkert eitt svar til við þessu. Það þarf að skoða skjaldkirtilsprufurnar og vera viss um að skammturinn sé nægilegur fyrir þig. Sömuleiðis væri gott fyrir þig að halda matardagbók og fara yfir hana með næringarráðgjafa til að sjá hvað það er sem þú gætir gert betur þó þú sért að passa mataræðið vel. Aðrir sjaldgæfir sjúkdómar geta valdið þyngdaraukningu og breyttri fitudreyfingu en þá þarf að útiloka með því að skoða viðkomandi og gera hormónamælingar.

m.kveðju,

Arna Guðmundsdóttir, MD

Innkirtlasérfræðingur