Lár blóðþrýstingur.

Hæ. Minn blóðþrýstingur 75/45 og puls 45 og ég mældi aftur. 81/51 og puls 40.
Ég er 63 ára og 188 cm. 104 kg.
Hvað eru aukaverkanir af of lágu þrýstingi. getur það valdið óró og höfuðverki?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Einkenni lágs blóðþrýstings er m.a. erfiðleikar við að einbeita sér, maður er andstuttur, finnur fyrir ógleði, húð verður köld og þvöl, þreyta, þunglyndi og þorsti.

Ég mæli eindregið með því að þú leitir læknis og látir kanna blóðhaginn hjá þér.

Gangi þér vel