Langar að verða ófrísk

Spurning:

Komdu sæll!

Ég er 25 ára og langar að verða ófrísk. Ég hætti á pillunni fyrir 4 mánuðum og bíð enn spennt. Ég er mjög meðvituð um að maður gæti þurft að bíða allt upp í ár en er engu að síður orðin óþolinmóð. Það eru nokkur atriði sem mig langar að fá svör við. Húðsjúkdómalæknirinn minn vildi meina að ég framleiddi líklegast of mikið af Andrógen hormónum. Ég er með frekar slæma húð og hef fengið nokkrar tegundir getnaðarvarnapilla (Diane-mite og Gynera) sem hafa virkað vel. Nú hef ég áhyggjur af því að þessi offramleiðsla geti haft áhrif á frjósemi mína. Ég er með mjög eðlilegan tíðahring og finn fyrir egglosinu! Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?

Svar:

Ágætu verðandi foreldrar.

Almenna reglan er sú að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af hormóninu tengdu bólumynduninni svo lengi sem tíðahringurinn þinn er eins góður og þú lýsir. Þú er ekki komin yfir hefðbundinn tíma fyrir vel frjósamt fólk, svo svarið er: nei, þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Ef þú ert ekki orðin þunguð innan 6 mánaða frá því þú hættir á pillunni er rétt að ráðfæra sig við lækni. Þá verður m.a. tekið tillit til hormónagerðar þinnar. Þangað til eru a.m.k tveir góðir tíðahringir og nýttu þá vel. Óska ykkur frjósams nýs árs.

Kveðja,
Arnar Hauksson dr. med.