langar að vita er sívastín við háþristing?

eg er bæði að taka lyf við blóþrysting og blóðfitu eir ð taka sivastin langar að.vita við hvoru það er?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina,

Simvastatín er gefið einstaklingum með mikið af kólesteróli blóði. Lyfið er notað til að lækka gildi heildarkólesteróls, s.s. slæms kólesteróls (LDL-kólesteróls) og fituefna sem kallast þríglýseríð í blóðinu. Lyfið hækkar auk þess gildi góðs kólesteróls (HDL kólesteróls) í blóðinu.

Gangi þér vel

Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur.