Læknisspurning

Sæl/l ég er í vandræðum með typpið mitt. Það er eins og það séu einhverjir köklar eða eithvað svoleiðis á húðinni sem er utan um typpið. Einhvern veginn flökkótt, er eithvað sem ég get gert eða á ég að fara til læknis?

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

 

Óhreinindi og bakteríur geta safnast upp á kynfærum. Því er mikilvægt að halda þeim hreinum. Gott er að þvo vel undir forhúðinni, með því að bretta hana upp fyrir kónginn. Ef þetta dugar ekki til að losna við þessi einkenni myndi ég ráðleggja þér að leita til læknis. 

 

Gangi þér vel