Lækkun natriumclorid

Ég er með lækkun á NaCl í blóði niður í 120 .Hvers vegna getur það lækkað er ekki á saltsnauðu fæði og frekar lá í blóðþrýstingi, en innan eðlilegra marka. Takk fyrir svarið

Sæl/l og takk fyrirspurnina.

Lækkun á natrium í blóði getur átt sér margar orsakir eins og t.d. of mikilli vökvainntöku eða vegna undirliggjandi sjúkdóma í nýrum, hjarta, lifur og heila. Þvagræsilyf geta líka haft áhrif, eins getur hyponatremia líka verið aukaverkun af ýmsum kvíða og þunglyndislyfjum. Ráðlegg þér að ræða við heimilislækni og finna orsök hyponatremiunar og meðhöndla vandamálið í samanburði við niðurstöður. Læt fylgja með ítarefni til frekari fróðleiks.

Gangi þér/ykkur vel.

https://doktor.frettabladid.is/fyrirspurn/ad-vanta-salt

https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/hyponatremia/symptoms-causes/syc-20373711

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur