Kynsjúkdómur?

Góðan dag,

Ég er 19 ára stelpa og áhvað að senda þetta bréf til að reyna að fá kannski einhver svör áður en ég leita til læknis, þar sem ég er mjög feimin með svona lagað.

Þannig er mál með vexti að nýlega stundaði ég kynmök með strák sem ég þekki en veit samt ekkert hvort það sé allt í góðu hjá honum þarna niðri, og auðvitaðmeð algjörri heimsku gerðum við þetta án þess að nota smokk. Málið er að eftir að við sváfum saman hef ég verið með svona frekar vonda lyktá kynfærunum, frekar súr myndi ég segja og smá verki svona um það svæði sem legið er og aðeins ofar. Ég hef aldrei lent í þessu og ég er rosalega feimin við að tala um þetta við manneskju ef hún er beint fyrir framan mig og því vildi ég prófa að senda hingað. Hef allveg lent í því að það hefur komið lykt ef ég hef svitnað eitthvað kannski og ekki komist í sturtu en ekki svona, þetta er frekar mikið og ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég að fríka út.Veit ekki hvort það tengist þessu en ég er ekki búin að fara á blæðingar síðan 12 ágúst, er búin að taka þungunarpróf en það var neikvætt samt.

Eins og ég sagði veit ég ekki hvort þetta tengist neinu en vildi samt setja það með.

Sæl og takk fyrir fyrirpsurnina

Þú ættir klárlega  að fara og láta athuga með smit á kynsjúkdómum.

Það fer eftir því hvar á landinu þú býrð hvert þú getur leitað. Þú getur leitað á heilsugæsluna sama hvar þú býrð en í Reykjavík er líka hægt að fara  á göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Landspítala Fossvogi, þar þarf aðpanta þarf tíma á virkum dögum milli kl. 8:15-15:45. Sími 543 6050. Einser hægt að fara á Læknavaktina  Smáratorgi. Hér eru nánari upplýsingar um hvert er hægt að leita

Ekki hika við að leita þér aðstoðar með þetta, smit eins og klamydia er mjög algengt, því miður og gríðarlega mikilvægt fyrir þig að fá meðhöndlun ef um smit er að ræða.

Ég ítreka  það að þú verður að látta skoða þig annars kemstu ekki að því hvort og þá hvað sé að.

Gangi þér vel