Kynsjúkdómar

Er hægt að kaupa prufur í apóteki til þess að sjá hvort maður sé með kynsjúkdóm? Þá er ég að meina svona pissiprufur ( líkt og óléttuprófin ) ?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Á Íslandi hefur fram til þessa ekki verið hægt að fá skyndipróf til greiningar á kynsjúkdómum. Ef þig grunar að þú sért smituð/smitaður af kynsjúkdóm þarft þú að leita þér aðstoðar sem fyrst. Á heimasíðu Landlæknisembættisins eru upplýsingar um hvert er hægt að leita og þú getur lesið þér til um það hér.

 

Gangi þér vel