Kynlífslöngun

Sæl, þannig er mál með vexti að ég finn fyrir rosalega lítilli kynlöngun og hef gert í mörg ár.
Veit ekki hvað ég get gert til þess að langa meira því mig langar að langa að stunda kynlíf með maka mínum. Það þarf rosalega mikið til þess að koma mér til og ég hef sjálf nánast aldrei frumkvæði. Þetta veldur leiðindum í sambandi mínu sem að öðru leiti er rosalega gott.
Hvað get ég gert til þess að bæta þetta?

 

Sæl

Takk fyrir fyrirspurnina

Það eru margir þættir sem hafa áhrif á kynlöngun eins og hormónastarfsemi, líkamsímynd, þreyta og streita svo dæmi séu tekin. Gott getur verið að fara yfir andlega líðan, heilsu og mataræði því þeir almennu þættir geta einnig haft áhrif á kynlöngun.

Ýmsir fagaðilar eru í boði  sem geta aðstoðað þig við að vinna úr þessu vandamáli eins og kvensjúkdómalæknar, sálfræðingar og kynlífsráðgjafar. Ennfremur gæti svokölluð núvitund (mindfulness) hjálpað þér við að leita lausna á þessu vandamáli.

Gangi þér vel