Kynlíf og sjálfsfróun

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Af lýsingum þínum að dæma er þetta allt eðlilegt hjá þér.Þú ert sennilega enn á lokaskrefum kynþroskans ef typpið þitt er enn að stækka.  Þú skalt ekki hafa áhyggjur af að þú fáir ekki fullnægingu í einhvern tíma það er eðlilegt og veldur bara streitu að hugsa of mikið um það sem aftur getur leitt til þess að fullnæging stendur á sér. Hormónar eru enn í miklum sveiflum sem veldur því að miklar sveiflur eru á tilfinningalífi og kynhvöt.

Gangi þér vel

 

 

Sæl/ll, ég er 16ára strákur sem er búin með kynþroskaskeiðið. Kynlíf og sjálfsfróun hefur aldrei verið vandamál hjá mer fyrr en nuna, seinustu 2mánuði hef eg ekki geta fengip fullnægingu, er samt alltaf graður og typpið mitt er búið að stækka um 4cm á þessum 2mánuðum. Ég veit ekki alveg hvað er að eða hvað ég et gert, væri þakklátur ef þú vitir hvað ég get gert. Takk fyrir.