Kynlíf og pillan

Ég er nýbyrjuð pillunni, byrjaðu fyrir tveimur vikum. Byjaði á fyrsta degi blæðinga en hef ekki hætt síðan, þetta voru fyrst bara venjulegar blæðingar og svo í viku 2 varð blóðið brúnt og svo ljós rautt. Eftir fyrst vikuna var eg eiginlega búin og ég og kærasti minn sváfum saman án smokks (er það óhætt eftir fyrstu vikuna?) og svo byrjuðu þær aftur! Svo eftir viku 2 aváfum við aftur saman án smokks og það er eins og það hafi myndast bólgur fyrir utan leggöngin mjög óþæginlegt þegar maður snertir það svæði! Gæti þetta verið bara bólga eða sýkingin eða hvað?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Pillana á að veita örugga getnaðarvörn frá fyrsta degi,sé hún tekin rétt.  Það getur verið einhverjar milliblæðingar fyrst eftir að töku byrjar sem hverfa síðan.

Varðandi bólgurnar sem þú finnur fyrir ættir þú að fara til þíns læknis með það erindi því ef um sýkingu er að ræða er mjög mikilvægt að hún sé meðhöndluð strax.

Gangi þér vel