Kynlíf og getnaðarvarnir

Mer langar að spyrja ykkur af sp hvort þið getið svarað mer 🙂

Eg var að koma ur 2 og 1/2 ars sambandi og langar rosalega að sp ykkur eg er buin að vera a pilluni siðan við byrjuðum saman og við riðum aldrei með vörn

en nuna er eg að spa eg byrja a tur a manudaginn i næstu viku er i lagi að riða og með smokk ? eru miklar likur að eg geti orðið ólett þa?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú segist hvergi vera hætt á pillunni, svo ef þú ert ennþá á henni þá er hún mjög örugg. Sagt er að ef hún er tekin rétt, þ.e alltaf á sama tíma, þá sé hún 98-99% örugg. Svo notkun á smokk þarf ekki ef pillan er til staðar, en þá bara til að koma í veg fyrir þungun ekki kynsjúkdóma.

Ef þú ert afturámóti hætt á pillunni og ert að stunda kynlíf, þá undir öllum kringumstæðum skaltu nota smokk ef þú ætlar ekki að verða ólétt.  Ef hann er notaður rétt, þ.e við hver kynmök frá byrjun til enda og rofna hvorki né renna af í lokin, þá eru þeir næstum 100% öruggir. Bæði sem vörn gegn óvæntum þungunum og kynsjúkdómum.

Gangi þér vel.