Kynlíf

Góðan daginn, ég er 23 ára drengur og er í sambandi. Það er smá vandamál, það er að ég er of fljótur að fá það. Það er byrjað að hafa smá vond áhrif á sambandið okkar, byrjaður að stressast upp þegar ég veit að það er að fara gerst og það virist sem ég get engan veginn verið rólegur. Eruð við með eitthver góð ráð svo sem æfingar eða eitthver lyf sem geta hjálpað manni?

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurninga,

Þetta er nokkuð algengt vandamál. Það eru til leiðir til að auka úthald, m.a. að gera grindarbotnsæfingar.  Þú getur kynnt þér síður hjá kynfræðingum t.d. siggadogg.is en þar er ýmis fróðleikur tengdur þessu efni.

Gangi þér vel