Kynfæri barna.

Góðan dag. Við eigum tveggja ára dreng, sem er okkar fyrsta barn. Okkur langar til þess að forvitnast um það hvernig það er með kynfæri svona ungra drengja, hvort það þurfi að eiga við forhúðina. Þá á ég við það,hvort það þurfi að víkka hana á einhvern hátt, á meðan þeir eru svona ungir. Með von um gott svar.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það á alls ekki að eiga við forhúð drengja. Það er alveg óþarft þó að hún sé mjög þröng, hún víkkar smám saman með aldrinum. Það er meiri hætta á sýkingum undir forhúð og vandamálum ef verið er að eiga við þetta heldur en ef forhúðin er látin alveg vera.  Ég vísa hér í ágæta umfjöllun um þrif á typpum almennt og þar er fjallað stuttlega um þetta

Gangi ykkur vel