kynfæri

hvað á ég að gera eftir forhúðin mín er of þröng, eg er 16 ara

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Venjulega teygist á forhúðinni af sjálfu sér  eftir því sem lengra kemur inn í kynþroskann. Ef það er ekki að gerast og þú nærð henni illmögulega upp fyrir kónginn án óþæginda skaltu heyra í heimilislækni. Það eru til krem sem geta aðstoðað þig við að teygja á og losa um slík þrengsli.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur