Kynfærarakstur

Er til háreyðingarkrem sem er hægt að setja á eistu og nára í staðinn fyrir að raka?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Til eru háreyðingarkrem sem hægt er að setja í nára en þau verður að nota varlega og fara algerlega eftir leiðbeiningum á pakkanum þar sem um sterk efni er að ræða sem geta valdið bruna á húð.

Þú getur fengið frekari upplýsingar og aðstoð í apoteki

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur