Kýli á hálsinum

Sæl/sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Það er frekar erfitt að greina svona án þess að sjá þetta. Því mæli ég með því að þú látir þinn heimilislækni kíkja á þetta ef þetta hjaðnar ekki.

Gagni þér vel.

Hæhæ, ég er nýbúin að taka eftir því að ég er með kýli á hálsinum, þetta er ofar en barkinn, eiginlega undir hökunni, þetta er hörð kúla sem er aum viðkomu.. Nú er ég ekki búin að vera með kvef eða hálsbólgu né neitt slíkt og var að spá hvað þetta gæti verið ? Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af ?