Kviðverkir

Gòðan daginn mig langar að spyrjast fyrir um það að ég er búin að vera með verki neðarlega í maga í sjö daga ég hélt að ég væri stíflaður og notaði þrjár míkrólax sptautur enn ekkert breyttist við það ég er orðinn lystarlaus og mér finnst verkirnir ekkert minka. Er eitthvað sem þú getur ráðlagt mér. Með fyrirfram þökk.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Nú vantar inn í hvort þú gast losað einhverjar hægðir eftir mikrolaxið en ef það hefur verið og hægðir orðnar eðlilegar en kviðverkir enn til staðar er best að hafa samband við heimilislækni og fá skoðun.  Það þarf að líta á fleiri þætti í þessu samhengi eins og hvort hiti fylgi einkennum,sögu,aldur og önnur einkenni.  Það geta verið fjölmargar ástæðu fyrir kviðverkjum s.s. maga-,ristilbólgur, kvíði eða annað andlegt álag, bólginn botnlangi og jafnvel meltingatruflanir eftir þungar máltíðir yfir hátíðir.  Eins hefur magakveisa verið að ganga síðustu daga.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur