kviðslit – niðurgangur

Maðurinn minn  fór í opna hjartaaðgerð fyrir ári – hefur undanfarna mánuði fengið svæsin niðurgangsköst – leitaði á bráðamóttöku  og var skoðaður vel – ekki talin sýking í ristli – þá var honum sagt að hann hefði kviðslitnað í hjartaaðgerðinni fyrir ári – getur slíkt kviðslit valdið meltingatruflunum og / eða verkjum – verið er að skoða lyfin hans – ekki komið svar

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það kemur ekki fram hjá þér hvernig kviðslit þetta er, en einkenni geta verið mismikil eftir stærð og staðsetningu kviðslitsins. Það er alveg mögulegt að verki og meltingareinkenni megi rekja til kviðslitsins en þau einkenni sem þú lýsir eru samt mjög óljós og gætu einnig stafað af ýmsu öðru t.d. verið aukaverkun lyfja. Þið skuluð endilega velta þessum möguleika upp með lækninum ykkar og einnig væri gott að panta tíma hjá skurðlækni og fá mat á því hvort þörf sé á því að gera aðgerð og lagfæra kviðslitið.

Gangi ykkur vel