kviðslit

Hef verið með mikla verki í kvið, samkvæmt sónar virðist þetta vera miðlínu kviðslit. Eg hef verið að reyna að ná tali af lækninum sem sendi mig í sónarinn en vegna verkfalls hefur það ekki gengið, og ég er orðin verulega þreytt á þessum verkjum og ógleði..eru einhver lyf sem gætu slegið á þá? hef verið að taka Tradolan og panodil og það er ekki að virka.

Sæl

Ég ráðlegg þér að panta þér tíma hjá skurðlækni. Ef kviðslitið er farið að valda þér þetta miklum óþægindum, þarftu líklega að láta laga það með kviðslitsaðgerð. Þar til þú færð tíma í aðgerð þarftu að eiga viðeigandi verkjalyf sem duga fyrir þig, en heimilislæknirinn þinn ætti að geta útvegað þér þau. Vissulega setur læknaverkfall strik í reikninginn og þú þarft að finna út hvaða daga þú getur náð á heimilislækninum. Varðandi ógleðina, þá getur hún verið aukaverkun af tradolaninu. Þú skalt því hætta að taka það og sjá hvort ógleðin hverfur og vonandi nærð þú í lækninn þinn sem fyrst til að fá eitthvað annað í staðinn.

Gangi þér vel