Kvíði – cipralex og esopram

Daginn,
ég byrjaði að taka cipralex árið 2008 vegna kvíða og var alveg einkennalaus þangað til í vetur og þá fór ég að trappa mig hægt og rólega niður til að reyna að hætta á lyfinu.
Ég fór úr 10mg sem ég hafði verið á í niður í 5mg í nokkra mánuði svo í 2.5mg í mánuð og svo annannhvern dag í 2 vikur eftir það. Það komu allskyns skrítnar tilfiningar eins og snöggur svimi og doði þegar ég hætti en ekkert stórvægilegt.
Svo var ég góður í nokkra mánuði og hélt ég væri laus við þetta. En svo byrjaði ég að fá þyngsli fyrir hjartað og var oft tæpur í maganum og leið eins og kvíðinn væri að koma aftur svo núna 6 mánuðum eftir þá byrjaði ég allur að stífna upp í hálsi og herðum og er byrjaður að fá massívann kvíða aftur og það var eins og áður en ég byjaði á lyfjunum að taugakerfið á mér væri alveg að gefa sig.
Þessi lyf hafa áhrif á serótónin framleiðslu heilans.

Spurningin mín er semsagt er heilinn á mér hættur að búa til serótonin?

Þetta virkar svoldið á mig eins og að líkami minn sé orðinn háður þessu þannig að ég geti ekki hætt án þess að fara aftur í sama horf og þegar ég byrjaði.

Er einhver sérfræðingur sem ég get hitt sem að veit allt um þessi lyf og hvað ég get gert til að hætta á þeim með góðu móti.

Með fyrirfram þökk um svör.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Verkun Cipralex felst í því að koma í veg fyrir að serotonin hverfi úr taugamótum og þar með eykst magn þeirra. Þegar hætt er að taka lyfin skyndilega verður tímabundinn skortur á seratonin en einnig er líklegt að næmi viðtaka fyrir serotinin á taugamótunum hafi minnkað við notkun lyfsins. Framleiðsla seratonins ætti að vera sú sama þrátt fyrir að töku lyfsins sé hætt en næmi viðtaka er kannski skert og viðvera seratonins við taugamót er skemur og því koma einkenni fram aftur. Ég ráðlegg þér að tala við þinn heimilislækni,geðlækni eða þann sem skrifaði út lyfið fyrir þig og ætti hann vera vel að sér um virkni lyfsins.

 

Gangi þér vel.