Kvíði

Ég er 22 ára stelpa með eina spurningu Ég hef verið að spá í hvað ég get gert til þess að láta mér líða betur og ég vill fá álit hjá ykkur.
Ég hef verið að berjast við það að halda andliti í langann tíma núna, Kvíði yfir öllu.
Ég er kvíðin yfir því að missa þá sem ég elska og enda ein ég er kvíðin yfir hverjum útborgunardegi því ég sé aldrei fram á það að ná að framfleita mér og mínum, ég er kvíðin fyrir að mæta fólki og tala við það,
Hálsinn minn lokast og ég á erfitt með að anda og finnst eins og eitthver sitji á mér og er að halda mér niðri.
ég er kvíðin að fara framm úr rúminu á morgnanna og takast á við þau verk sem ég þarf að takast á við.
Mér langar að geta gert hluti án þess að vera með þennan stingandi verk í maganum.
og mest af öllu líður mér illa því mér finnst ég ekki nógu góð og finnst ég vera vonbrigði fyrir mitt fólk.
ég þrái að geta liðið betur.
Er í hamingjusömu sambandi og á góða fjölskildu en ég skil bara ekki afhverju mér líður alltaf svona illa.
Með von um skjót svör

Sæl

Þú ert nú eiginlega búin að greina vandann þinn sjálf og þarft bara að taka næsta skrefið og fá aðstoð. Kvíða getur þú lesið þér til um víða, til dæmis hér. Um er að ræða sjúkdóm sem þú þarft aðstoð við að ná tökum á og getur þú leitað á heilsugæslusstöð eða til sálfræðings. Hugræn atferlismeðferð er talin gagnast mörgum en stundum er nauðsynlegt að nota lyf líka.

Gangi þér vel