Kvíði

Er með lítinn gullmola sem að verður 2 ára í vikunni og er svolítið háður mömmu sinni.
Fyrir 6 mánuðum var allt mjög fínt, á kvöldin setti ég hann í rúmið sitt um 7 leitið og hann bablaði smá við sjálfan sig og sofnaði svo fljótt. Var duglegur að borða og var farin að láta vita þegar hann var búin að kúka því að hann vildi láta taka af sér bleijuna. En svo byrjaði hann í leikskóla fyrir 6 mánuðum, það byrjaði fínt en núna er allt breytt, hann neitar að sofa í sínu rúmi og það tekur stundum allt að 3 tíma að svæfa hann, svo grætur hann bara og kallar á mig endalaust. Þegar hann vaknar og hann sér að rútínan byrjar og að hann sér að hann er að fara á leikskólan þá verður hann vælin og ég þarf að slást við að skipta um föt á honum þar sem hann heldur í náttfötin sín þegar ég reyni að taka hann úr. Á leiðinni á leikskólann er eins og hann verður stressaður og fer að þefa hratt af kósýteppinu sínu sem að hann er mikið með og verður að sofa með. Á leikskólanum verður þetta bara verra með hverjum degi þegar ég kem með hann, þær þurfa alltaf að taka hann hágrátandi af mér. Þær segja að hann verði alltaf rólegur fljótlega þegar ég fer en alltaf þegar ég kem að sækja hann þá kemur hann strax til mín og segir ; heim.
Hann á 3 systkyni  eldri. Það er farið að vera mjög erfitt fyrir mig þar sem hann er mikill mömmustrákur og oftast má engin nema ég vera með hann. Ef pabbi hans eða systkyni reyna að halda á honum þá vælir hann bara mamma.það er bara ég sem má hjálpa honum ef þess þarf og hann þarf alltaf að vita hvar ég er, hann eltir mig mikið heima og kemur stundum hlaupandi ef hann heldur að ég sé farin eitthvert. Þegar hann vaknar á nóttinni þá verður hann oft brjálaður eða grenjar bara ef að það er ekki ég sem kem til hans.
Hann vaknar stundum á nóttinni og kallar á mig og ég þarf bara að snerta hann og segja mamma er hér þá heldur hann áfram að sofa.
Hann er oft veikur en það fylgir oft þegar þau byrja á leikskóla. En hann fær eiginlega aldrei hita.Hann er nokkrum sinnum búin að æla en þá bara einu sinni yfir daginn og oftast þá á kvöldin og þá kanski vika á milli.
Hann fékk útbrot á magan um daginn en þá hafði hann að vísu verið á pensilínkúr áður svo að það gæti líka verið það.
En þetta er farið að taka sinn toll af mér líka þar sem ég er farin að sofa svo illa af því að hann vælir oft á mig á nóttunum jafnvel þegar hann er sofandi og svo næ ég stundum ekki að sofna aftur af áhyggjum hvernig verður að setja hann á leikskólan þar sem ég veit að hann vill ekki vera þar. Stór hluti getur verið þar sem við búum erlendis að hann skilji þær ekki þó að þetta sé svipað tungumál.
Eftir vinnu þá á ég að sitja þar sem að hann situr og er ég elda mat þá hangir hann í mér.
Getur verið að hann sé með aðskilnaðarkvíða ?
Hvað get ég gert og á ég að tala við læknir um þetta ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta hljómar eins og drengurinn þinn sé að ganga í gegnum tímabil aðskilnaðarkvíða.  Með stuðningi komast flestir í gegnum þetta tímabil án frekari íhlutunar en þó eru einstaklingar sem þurfa aðstoð. Ég set hér tengla á góða umfjöllun um þetta vandamál Kvíðaraskanir hjá börnum og unglingum og Aðskilnaðarkvíði

Gangi þér vel