Kúla á höfði

Ég byrjaði að finna fyrir eins og kúlu á höfðinu fyrir svona mánuði síðan, hún hefur ekkert farið. Hvað gæti það verið og hvert ætti ég að fara og láta kíkja á það?
Hún er næstum fyrir miðju en aðeins hægramegin.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta er ekki nákvæm lýsing á einkennum og því erfitt á átta sig á hvað þetta getur verið en mér finnst líklegast að um sé að ræða það sem kallast fituhnúður. Fituhnúðar eru mjúkir hreyfanlegir hnútar sem liggja grunnt undir húðinni og eru yfirleitt án allra óþæginda. Venjulega er ástæðulaust að fjarlægja fituhnúða en ef þeir valda óþægindum má fjarlægja þá með lítilli skurðaðgerð.

Ef þessi lýsing passar ekki við kúluna á höfðinu á þér skaltu fara til heimilislæknis og láta athuga hvað þetta er.

Gangi þér vel