Kúla á efri vör

Góðan dag

 

Ég lenti í því fyrir mánuði síðan að detta á andlitið og skaddaðist illa, sprakk efri vörin og fekk rosa stór sár á kinnina og hökuna, en þetta er allt að koma, húðin er reyndar ennþá að jafna sig.. er svoldið rauð ennþá.

En eins og ég var búin að nefna fékk ég stór og mikið sár á efri vörina. nú er ég með litla kúlu á efri vörinni, hún truflar mig ekki mikið nema ef eg er að fikta í henni td með tungunni, eða bít óvart í vörina. Ég er búin að reyna að googla um þetta, er þetta sennilega ekki ör? ég er búin að reyna að skoða í spegil það sést svosem ekkert, en ég finn bara fyrir kúlunni…

Getur kannski verið að það sé sýking í þessu sem ég þarf að skoða?  ég finn svosem ekkert fyrir þessu, bara leiðinlegt að vera með svona smá kúlu á efri vör 🙂

Hlakka til að fá svar

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki óeðlilegt að þú finnir bólguhnút í þó nokkurn tíma eftir svona áverka. Hins vegar ef þú færð hita, roða eða vaxandi verk í þetta þá skaltu endilega láta kíkja á þig.

Gangi þér vel