kúgast og ælir

hæhæ mig langar að athuga með eitt, er eðlilegt að börn sem grætur stundum í smá tíma svo fer hun að hósta,kúgast og svo ælir en er samt ekki kvefuð eða með slím í hálsinum, stelpan mín gerir það stundum kúgast mikið og ælir, er það einhvað sem eg þarf að hafa áhyggjur af,, hun er 6 ára gömul og hefur gert þetta nokkrum sinnum en ekki á hverjum degi.

Sæl/l og takk fyrir fyrispurnina

Ég átta mig ekki alveg á lýsingunni hjá þér en þetta getur mögulega bent til þess að barnið sé með bakflæði eða magabólgur. Það er líka þekkt að börn gráti í svo mikilli reiði að það endi með uppköstum án þess að neinn undirliggjandi sjúkdómur sé til staðar. Ég ráðlegg þér að fara með barnið til heimilislæknis og fá skoðun og álit ef þú hefur grun um að fyrri skýringin eigi við þitt barn.

Gangi þér vel