Krónískt kvef

Góðan daginn eg er buin að vera með króniskt kvef i mörg ár (er 21 árs) fæ stundum pásu i kannski 1-3 manuði an annars er ég alltaf með kvef og hef nuna verið með siðan i desember.

Hvað get ég gert við þessu? Ég reyki ekki

Sæl

Það fellur óneitanlega grunur um að hér geti verið um ofnæmi eða einhverskonar óþol að ræða.

þú getur lesið þér nánar til hér eða aflað þér upplýsinga hjá Astma og ofnæmifélaginu

Ræddu næstu skref við heimilislækni eða pantaðu tíma hjá ofnæmislækni.