Krónískt harðlífi

Góðan daginn. Ég er 22 ára stelpa sem á við smá feimnismál að stríða. Málið er að fyrir ca. 3 árum byrjuðu hægðirnar mínar að fljóta. Alltaf, í hvert skipti. Yfirleitt koma þær í litlum kúlum, allar í sitthvoru lagi eða litlum kúlum fastar saman í einum bita. Ég fór ekki að horfa á þetta sem vandamál fyrr en ég byrjaði hjá íþróttaþjálfara síðasta sumar og hún spurði mig hvort meltingin og hægðirnar væru í lagi, því kílóin voru ekki að fara eins og vonast hafði verið eftir. Þá tók ég eftir því að ég á virkilega erfitt með að fara á klósettið. Flesta daga gerist ekki neitt og stundum er ég orðin það full í maganum að ef ég reyni eitthvað á hann (beygi mig niður eð rembist á klósettinu) þá leitar maturinn upp ! Ég borða mjög trefjaríkt fæði og drekk mikið af vatni. Ég hef reynt ýmis heimaráð og ekkert virðist virka. Það er samt eins og harðlífið eigi góðar og slæmar vikur. Nú hef ég til dæmis átt slæma viku og ekki náð að losa almennilega í rúma viku. Suma daga líður mér eins og nú sé tíminn, sest á klósettið, þarf að rembast rosalega og út koma 3-4 kúlur á stærð við vínber. Er þetta eðlilegt eða eru einhverjir sjúkdómar sem koma til greina ?
Hvert ætti ég að leita ef ég vill láta athuga með þetta ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Harðlífi eða hægðatregða er fyrir mörgum eins og þú segir feimnismál en um leið ótrúlega algengt. Til þess að leysa það þarf gríðarlega staðfestu og þolinmæði en auðvitað er mikilvægt að útiloka að um eitthvað annað sé að ræða.

Heimilislæknir getur í flestum tilvikum aðstoðað en annars er það meltingarsérfræðingur sem hægt er að leita til.

Ég set með tengil á ágæta umfjöllun um hægðatregðu sem gæti mögulega komið þér að gagni

Gangi þér vel