Krampi og taktlaus sársauki við fullnægingu.

Sæl verið þið,

Ég  hef átt í vandamáum í kynlífinu mínu.

Ég hef farið til sérfræðings vegna sársauka í eista og að ég hélt í blöðruháskirtli.

Ég er með smá kalk myndun í blöðruhálskirtli.  Vandamálið er að ég er með verki í eystum og við kynferðilega fullnægingu fæ ég bara verki og slæma taktlausa fullnægingu.  Verkurinn leiðir upp í kvið og svo smávægilega í liminn.

Þætti vænt um að fá ráðeggingar hvað hægt væri að gera.

Með fyrir fram þökk,

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Mögulega er um að ræða þrengingar í æðunum í kringum liminn og þvagfærin sem gætu verið að valda þessum verkjum þegar álagið á þær eykst. Sérfræðingurinn sem þú hittir ætti að geta gefið þér ráð og mögulega meðferð við þessum vanda.

Gangi þér vel