krampi?

Sonur minn eins ár hætti að anda.
hann var búin að vera rosalega hress, en hafði sofið illa (eins og venjulega reyndar) , ég var að klæða hann einn morguninn þegar hann dettur niður og hættir að anda, hann stífnar aðeins upp og titrar aðeins. ég tók hann strax í fangið og hljóp með hann að síma þar sem ég hringdi á neiðarlínuna, sagði þeim að barnið mitt andaði ekki og lagði hann niður á hliðina, hann byrjaði að blána í framan, ég var beðin um að opna út á láta kulda á hann, rétt eftir það andaði hann aðeins, hann var ennþá meðvitundarlaus, han slefaði með smá froðu í. hann er ekki farin að ranka við sér þegar lögreglan er komin, en þau aðeins farin að kvarta, lögreglan athuga púls og fær hann til að gráta meira, ein fljótlega dettur hann aftur út, og þau fara með hann í kulda og fengu hann til að anda aftur, við vorum flutt á sjúkrahús með sjúkrabíl.
þegar þangað var komið var EKKERT gert.. það var athugaður hiti sem var 36,8° og meira var ekki gert nema reyndar skoða aðeins í eyrun á honum.
ég bý út á landi svo það eru engin tæki til að gera eitthvað meira hér.
ég er búin að reyna að hafa samband við barnalækni á landsspítalanum sem mátti ekkert vera að því að tala um eitthvað barn út á landi sem hann þekkti ekki neitt.

málið er að mig vantar eitthver svör um hvað þetta hefði getað verið því ekki var læknirinn sem skoðaði í eyrun á honum að tala um hvað hefði getað verið í gangi, og hvað skyldi gera ef þetta gerðist aftur.
hanns orð voru: það deyr engin úr þessu, það kemur yfirlleytt ekkert út úr þessum rannsóknum, heilbrigðisstarfsfólk hefur engar áhyggjur af svona og ég ætti ekki að hafa áhyggjur.

en ég er sko ekki áhyggjulaus, heldur bara svefn laus…

Þakka þér fyrirspurnina

Lýsingin getur vel passað við krampa, þar sem ekki var hiti og hann ekki lasinn er ólíklegt að um svokallaðan hitakrampa hafi verið að ræða. Það er því eðlilegt að láta skoða hann og þú getur pantað tíma hjá barnalækni á stofu Í Domus Medica til að byrja með ef hann er hress og þeir myndu fara með málið lengra eftir atvikum. Það eru einnig aðrar ástæður fyrir því að missa meðvitund samanber hjartsláttartruflanir og ýmislegt fleira. Það er því skynsamlegt að fá annað álit, sérstaklega ef engin er greiningin

Gangi þér vel