Krampar í kvið

Fyrir um það bil viku síðan kólnaði ég öll og byrjaði að spasma (eins og fiskur á þurru landi). Kippirnir eru i magavöðvunum og bakinu.
Ef ég er slæm þá fæ ég verk fyrir brjóstið og erfitt með að ná andanum.
Missi máttinn i hægri hendi, bjúgast upp á hægri hendi og missi máttinn i fótum.
Þetta hefur verið að aukast með hverjum deginum og fæ svona spasma 90% af sólarhringnum. (þegar eg spasma getur hver sem er séð það, verð eins og fiskur á þurru landi og þetta gerist alveg sama hvort ég ligg eða sit)
Aðfaranótt laugardags fékk ég verki fyrir ofan lífbeinið hægra megin og fyrir neðan rifbein og aftan i bak á sama tíma sem ég spasmaði og stóð yfir í nokkrar klukkustundir. Fór uppá spítala og var gefið verkjalyf, róandi og vökva í æð en fékk engar skýringar og var sagt að leita bara til taugalæknis og send heim.

Ég er nú þegar með taugasjúkdóm sem heitir Cluster headache en er búin að vera spyrja út í heimi og þetta tengist honum ekki.

Hvað gæti þetta verið?
Er orðin hrædd, þreytt og máttfarin. Útaf verkföllum hef ég ekki lagt í það að leita til læknis vitandi það að ekkert sé hægt að gera næstu daga/vikur/mánuði.

Með von um einhver svör,

Sæl og takk fyrir fyrirpurnina

Það er ómögulegt að giska á hvað sé að valda þessari slæmu líðan, til þess þarf skoðun og mat læknis.

Þrátt fyrir verkföll þá er ekki ástæða til þess að hætta að leita til læknis, enda eru þeir ekki í verkfalli og ýmislegt hægt að gera. Hafðu samband við þína heilsugæslu, þar eru gjarnan opnir tímar í boði fyrir erindi sem ekki geta beðið. Ef þú kemst ekki að þar eða biðin er of löng þá er að leita á Læknavaktina ef líðanin er áfram eins og þú ert að lýsa.

Gangi þér vel