Kókaín og meðganga

Mig vantar að vita drengja minna vegna hvað og eða hvort ég þurfi að fylgjast með einhverju í þroska þeirra sem gæti bent til einhvers fráviks vegna kókaín notkunar konu minnar á meðgöngu og rétt fyrir meðgöngu , eigum einn fæddan 2012 og notaði konan mín kókaín 1 viku áður en hún komst að því að hún væri ólétt svo endurtóka sagan sag á verri veg þegar konan mín tók kókaín á 2.mánuði í meðgöngu með þann yngri en hann er um 4 mánaða núna. hvað á ég að gera ?? hún hefur hingað til bannað mér að tala um þetta málefni margra rifrilda.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Gott hjá þér að spyrja því þínar áhyggjur og vangaveltur eru alveg eðlilegar og eiga fullan rétt á sér. Áhrif kókaínneyslu á meðgöngu á vöxt, þroska og hegðun barna hefur verið talsvert rannsökuð og niðurstöður sýna að áhrifin geta verið veruleg ef um er að ræða neyslu alla meðgönguna. Aftur á móti eru líkurnar á langtímaáhrifum á barnið minni ef kókaíns er neytt í eitt eða örfá skipti á meðgöngunni. Hins vegar geta áhrif kókaínneyslu á barnið til lengri tíma útskýrst af slæmum uppeldislegum og félagslegum aðstæðum barnsins sem getur verið afleiðing af neyslu foreldranna. Mestu máli skiptir því fyrir ykkur að huga að þvi að drengirnir ykkar búi við öruggt umhverfi og fái þroskandi uppeldi með allri þeirri örvun og hlýju sem þeir þurfa og ef það felur í sér að annað eða báðir foreldrarnir þurfi að taka á sínum málum t.d varðandi eiturlyfjaneyslu þá ættuð þið að setja það í forgang.

Gangi ykkur vel