Kloset

Hæ.

Stundum fæ ég sáðlát þegar ég kúka, er þetta eðlilegt?

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ástæðan fyrir sáðlátinu er líklega sú að það kemur þrýstingur á blöðruhálskirtilinn um leið og hægðir fara niður ristilinn og framhjá blöðruhálskirtlinum. Við það þrýstist sáðvökvi úr kirtlinum eins og við sáðlát.  Ef er langt er síðan sáðlát var síðast getur verið uppsafnað magn í kirtilinum og þá meiri líkur á að eitthvað komi með við hægðalosun. Eins getur verið bólga í blöðruhálskirtlinum en læknir getur þreifað fyrir honum og metið stærð hans. Einstaka sinnum þarf að meðhöndla það.  Ég ráðlegg þér að fara til heimilislæknis eða þvagfæralæknis með þetta vandamál og fá skoðun til að útiloka annað.

 

Gangi þér vel.