Klofnun nagla

Síðast liðið ár hafa neglur mínar klofnað þannig að þær virðast vera tvöfaldar þegar ég sé framan á þær svo flettist erfi hlutinn fremst á nöglun upp og rifnar af. Get ekki safnað nöglum eins og ég gerði áður. ( Er 76 ára) Gott væri að fá svar ef þið hafið það. Gæti mig vantað einhver efni?

Sæl  og takk fyrir fyrirspurnina

Það er nú svo að með hækkandi aldri dregur úr hæfni líkamans til þess að endurnýja sig og hárvöxtur og vöxtur nagla breytist jafnframt. Mörgum hefur gagnast vel að taka inn kollagen eða önnur vítamín og bætiefni sérstaklega hugsuð fyrir hár og neglur. Þú færð án efa góða ráðgjöf í næsta apóteki eða heilsuvöruverslun, úrvalið er mikið og erfitt að benda sérstaklega á eitthvað eitt.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur