Klamydía, sviði við þvaglát

Ég er með klamydíu og er byrjuð á Doxylin tek 2 töflur á dag og er núna búin að taka 7 töflur s.s 3,5 dagar síðan ég byrjaði á lyfinu.

Málið er það er svo sjúklega sárt að pissa… hversu lengi get ég búist við því?

Ég höndla næstum ekki að fara á klósettið…. er kanski spurning um að hafa samband aftur við lækninn?

Með fyrirfram þökk

Sæl

Eftir því sem sýklalyfin virka betur ættu einkennin að ganga niður og sviðinn að verða minni með degi hverjum.  Ef þú ert ennþá með þessi einkenni þegar þú lest þetta svar ættir þú að heyra aftur í lækninum.

Gangi þér vel