Klamydía og ófrjósemi

Hæhæ, ég var nýlega greind með Klamydíu en tel nánast ómögulegt að ég hafi verið sýkt í um meira en 2 vikur áður en niðurstöður komu. Ég fékk þó nokkur einkenni eins og blæðingar á milli tíða, skrítna lykt, sviði við þvaglát og verkir í maga.

Ég hef heyrt/ lesið mikið um að Klamydía valdi oft ófrjósemi hjá konum, og var ég því að velta fyrir mér hvort það væri möguleiki að þetta gæti haft einhver áhrif á frjósemi hjá mér síðar meir? eða hvort það sé bara þegar maður er búinn að vera sýktur í lengri tíma?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ef þú hefur greinst svona stuttu eftir smit eins og þú telur líklegast eru líkurnar á ófjósemi hverfandi. Klamydía er oft einkennalaus og er því í mörgum tilfellum ómeðhöndluð í langan tíma. Þá aukast líkurnar á sýkingu upp í móðurlíf og eggjastokka sem leiðir til aukinnar hættu á ófrjósemi.

Gangi þér vel