Klamydía og kynlífsleikföng

Ég var greind með klamydíu fyrir 2 mánuðum og fékk lyf fyrir því og allt það.. á meðan ég var með hana notaði ég kynlífsegg, þreif það alltaf eftir notkun og allt það. Hef ekki notað það síðan ég fékk greiningu, er í lagi að nota það núna? er bakterían föst á því?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Klamydíubakterían lifir ekki lengi utan líkamans, svo að ef þú þværð eggið vel og strýkur af því með sótthreinsandi þá ætti þér að vera óhætt að nota það.

Gangi þér vel