Klamidíupælingar

Hæ hæ
Ég er kona að nálgast þrítugt og á mann sem er 36 ára. Við höfum þekkst í nokkur ár en urðum par fyrir um 10 mánuðum. Vorum bæði í sambúð áður og sváfum ekki hjá neinum öðrum en fyrrum mökum áður en við tókum saman.
Fyrir nokkrum mánuðum byrjaði mér að blæða oft smá eftir samfarir og svo var ég oft að fá verki í kviðarhol, ég er á hormónalykkjunni svo ég hélt þetta tengdist bara því. Loks fór ég svo til kvensjúkdómalæknis þar sem það var nú kominn tími á stroku og vildi að hann tékkaði á mér í leiðinni. Hann nefndi klamidíu og vildi taka próf fyrir því en var ég nú viss um að það gæti ekki verið. Viku seinna hringdi hann og sagði að ég væri með klamidíu. Hann sagði bara að við þyrftum að fara á síklalyf og mættum ekki stunda kynlíf í 7 daga, meira vildi hann ekki segja.
Við erum nú búin að vera að lesa um klamidíu á netinu en er ég með nokkrar spurningar sem ég finn engin svör við.
Þar sem ég hef bara sofið hjá fyrrum maka seinustu 10 árin og búin að eignast 2 börn þá held ég að smitið komi ekki frá mér (þótt það sé möguleiki að fyrrverandi hafi haldið framhjá en það er yfir ár síðan ég svaf seinast hjá honum). Kærasti minn hefur bara sofið hjá fyrrverandi konu sinni seinustu ca 7 árin en þar á undan svaf hann hjá allnokkrum konum án varna.
Er virkilega möguleiki að hann sé búinn að vera með klamidíu í um 7 ár án þess að vita það? Og gæti þá verið að hann hafi smitað sína fyrrverandi án þess að hún sé með einkenni?
Ættum við kannski að láta okkar fyrrverandi maka vita að við höfum greinst með klamidíu?
Við viljum bara vita hvort það sé möguleiki á að hann sé búinn að vera með klamidíu í um 7 ár einkennalaust, ef það er ómögulegt þá vitum við allavega að það sé ekki málið.
Líka ef hann er búinn að vera smitaður lengi getur það haft áhrif á frjósemi hans?
Gæti þetta líka haft áhrif á frjósemi mína ef ég hef verið smituð í 10 mánði eða jafnvel lengur?
Og eitt að lokum, ef við stunduðum kynlíf með smokk á sýklakúrnum getur verið að hann hafi þá eyðinlagst?

með fyrirfram þökk
kveðja tvö með klamidíu á heilanum

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta eru margar spurningar sem ég ætla að reyna að svara en sumt verðið þið að ræða við heilsugæslulækni.

1.spurning.  Það er mögulegt að kærastinn sé búinn að vera með einnkennlaust smit í lengri tíma, þar sem sjúkdómurinn er oft einkennalaus. Það er mælt með því að láta fyrrum bólfélaga vita, sérstaklega ef óljóst er um uppruna smitsins. Ræðið þetta við heilsugæslulækni.

2.spurning. Klamydia hefur áhrif á frjósemi hjá konum. því fyrr sem meðferð hefst því minni líkur eru á  áhrifum á frjósemi. tíminn leiðir þetta yfirleitt í ljós eða skoðun hjá kvensjúkdómalækni.

3. spurning  Sýklalyfjakúrinn eyðileggst ekki ef þið notið smokk en þið eru að taka áhættu því smokkurinn getur rifnað og nýtt smit tekið sig upp þó að þið séuð bæði á meðferð.

Allar þessar upplýsingar og meira til fáið þið hér  á síðu Landlæknisembættisins.

Gangi ykkur vel