Klamedía & neiðarpillan

Má taka klamedíu lyf fyrir konur ss í 1 tafla brotin í tvent og helmingur neittur í einu 2x á dag auk þess að vera búin að taka neiðarpilluna. Munu lyfin virka saman? eða mun annað hvort lyfið minnka eða stöðva virkni hins?
kv.

Sæl  og takk fyrir fyrirspurnina

Ég býst við að þessi lyfjagjöf á klamedyu lyfinu sé samkvæmt læknisráði en inntaka þess samhliða neyðarpillunnni (postinor) ætti samkvæmt sérlyfjaskrá að vera í lagi og hefur engin áhrif á virkni sýklalyfsins við klamedyu. Ef þú ert í einhverjum vafa þá ráðlegg ég þér að hafa samband við lækni.

Gangi þér vel