Kláði og sprungur í húð.

Þannig er mál með vexti að ég hef lengi verið með sprungur á höndunum en það lýsir sér þannig að ég er með sprungur í hnúunum og á puttunum sjálfum, meira en gengur og gerist.. Finn lika fyrir þurki og kláða .. er hægt að gera eitthvað i svona spurngum eða grær þetta bara aldrei ? og ef þetta grær ekkert ætti eg samt þa ekki allaveganna að fa mer eitthvað utaf þurki og kláða i þessu ?

Færi æðislegt að fá greinargott svar með tillögur hvað væri hægt að gera og þess háttar þar sem ég hef prugað ýmislegt án þess a það geri mikið gagn ..

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er erfitt að segja hvað veldur þurrkinum án þess að sjá einkennin. Nú er kalt og þurrt úti og húðin þornar frekar og því mikilvægt að verja húðina og nota alltaf hanska úti, Þú getur verið með exem sem lýsir sér með þurrki,kláða,sprungum og roða eða þykknun á húð. Tilhneiging til exems getur verið arfbundin en svo eru ýmis efni í daglegri notkun sem geta leitt til exem t.d. í sápum,húð-og snyrtivörum,gúmmihönskum, hreinsiefnum og öðrum ertandi efnum. Langvarandi handþurrkur getur líka framkallað exem. Ef grunur er um exem eru góð ráð að :

  • láta vera að klóra sér
  • nota vel að rakagefandi kremum sem eru ofnæmisprófuð
  • forðast ertandi efni,nota hanska
  • nota ofnæmisprófaða sápu
  • takmarka handþvott
  • þvo bara hendur í volgu vatni

Þú skalt líka hafa í huga ofnæmi,hvort það er eitthvað í umhverfinu sem þú getur haft ofnæmi fyrir t.d. þvottaefni og forðast það.

Annars er best að leita til læknis,heimilislæknis eða húðlæknis til að fá úr því skorið hvað það er sem hrjáir þig.

 

Gangi þér vel.