Kláði og blóð

hæhæ, ég er í hálfgerðu panikki hérna en hef ekki efni á því að fara til læknis…
Þannig er mál með vexti að mér líður eins og það sé lítill steinn í klofinu mínu svona inn í leggöngunum sem er alltaf að stinga mig og er búin að vera þannig í nokkra daga en hef ekkert verið að spá í því. Svo fór mig að klægja í kringum endaþarminn og pínu í klofinu aðallega á einum stað, hægra megin rétt hjá þvagblöðrunni. En núna er bara eins og ég sé með blæðandi sár eða eitthvað… það allavega kemur blóð þegar ég skeini mér og það er alveg tandurhreint. Mér datt í hug að ég væri með sveppasýkingu svo ég setti þannig krem á mig og var góð í smá tíma en svo núna í kvöld er ég aftur orðin slæm og pínu stressuð yfir þessu.
hvað gæti þetta verið? sárvantar einhver smá svör áður en ég fer yfir um útaf þessu! 🙁

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þú þarft að láta skoða þig til að hægt sé að greina hvers eðlis þessi fyrirferð er. Þetta getur verið sýking,bólga í slímhúð, æðahnútur /-gúll eða eitthvað annað sem þarf að meðhöndla.  Ég ráðleg þér að leita til kvensjúkdómalæknis eða þín heimilislæknis þetta vandamál.

 

Gangi þér vel.