Kláði í kringum endaþarm

Daginn,

Ég hef undanfarið fundið fyrir óþægjindum og kláða í kringum endaþarm og milli rasskinna fyrir ofan endaþarminn. Kláðinn er stundum mjög mikill þannig að ég verð að klóra mér mjög kröftuglega. Þetta hefur í för með sér að að stundum er mjög vont að fara í sturtu t.d. Einnig hef ég fundið fyrir doða í vinstri fótlegg, sérstaklega við snertingu á vinstra læri.
Hvað gæti þetta hugsanlega verið, eru einhver krem sem ég ætti að prófa?

Með von um svar.

Góðan dag, þakka þér fyrirspurnina

Ég vísa þér á þessa fyrri fyrirspurn sem svarar nokkuð vel þinni einnig, sjá link. Varðandi doða í fótlegg þá er sennilega ekkert samhengi við þennan kláða.

https://doktor.frettabladid.is/fyrirspurn/klaoi-vio-endabarm-2

Með bestu kveðjum